Ferill 1058. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2200  —  1058. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um stöðu barna þegar foreldri fellur frá.


     Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hafa verið settir skýrir verkferlar, t.d. í samráði við önnur ráðuneyti, sem tryggja frumkvæðisskyldu og framkvæmd laga nr. 50/2019 gagnvart börnum sem aðstandendum við fráfall foreldris? Ef ekki, hvenær má þess vænta að slíkir verkferlar verði settir?

    Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur ekki sett verkferla á grundvelli laga um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda, nr. 50/2019. Með lögunum voru gerðar breytingar á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997, lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, barnalögum, nr. 76/2003, lögum um leikskóla, nr. 90/2008, lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, og lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008. Er það mat ráðuneytisins að þær breytingar sem gerðar voru á ákvæðum framangreindra laga með lögum nr. 50/2019 gefi ekki tilefni til þess að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið setji verkferla á grundvelli þeirra.
    Ráðuneytið vísar að öðru leyti til svara heilbrigðisráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis við sömu spurningu frá fyrirspyrjanda, sbr. þskj. 1731 og 1732.